Veijjj - jólafrí í skólanum. Var í 5 tíma aftöku á föstudaginn var. Þetta var sveitt og óhætt að segja ansi hressandi próf. Ég er búin að loka fartölvunni, setja bækurnar upp í skáp og byrjuð að þrífa...
Úr öskunni í eldinn sum sé.
Næsta vika verður notarleg - þetta er fyrsta sinn í 9 ár sem ég er ekki að vinna á Skessuhorni svo núna er rólegur tími. Ég er búin að kaupa nokkrar jólagjafir og pakka þeim inn - það er 15. desember jólafötin á ALLA fjölskylduna klár.
Nú verður bara dundað sér við að þrífa og taka til enda hefur slíkt ekki verið gert síðan í ágúst ;) Svona er að vera í vinnu og háskóla. Eitthvað verður að víkja. Verst að þetta skuli ekki bara hverfa eins og snjórinn ;)
Búin að fara á tvö jólahlaðborð - annað thumbs up í Fossatúni og hitt thumbs down í Hraunsnefi.
Ég er voða löt að setja eitthvað hér inn - og miðað við hversu margir kíkja hér við eruð þið líka löt við að láta vita af ykkur ;)
Ég er hinsvegar duglegri að skella inn myndum af og til á flickrinn minn - SMELLIÐ HÉR - ef ykkur langar í eitthvað bitastæðara en bloggfærslu á mánaðarfresti...
Knús knús og njótið það sem eftir er af aðventunni, amk. ætla ég að gera það (ótrúlega gaman að kynnast henni aftur eftir langan tíma).
GJE |