að skoða

Forsíða
Myndir
Dagbók
Gestabók


Gudrun Bjork's Facebook profile
www.flickr.com
This is a Flickr badge showing public photos and videos from Guðrún Björk. Make your own badge here.



Guðrún Björk Friðriksdóttir
gudrun@gudrunbjork.is

skoðanir...

Senda á Facebook

10. ágúst 2006 10:45 (1 lesandi hefur sagt álit sitt.)

Ein - tvær - ÞRJÁR

Jæja

Í ár voru farnar þrjár útilegur.

Ein í stykkishólm, ein að kárahnjúkum and back again og sú síðasta var farin að Krossi á Barðaströnd.

 

Það var - eins og alltaf - alveg æðislegt á Krossi, Guðrún og Árni eru yndislegir gestgjafar og hópurinn sem kom að Krossi var dásamlegur.

Við fórum í fótbolta (Þór náði sér í rifbeinsbrot), fórum að veiða, í sund og gönguferð að mar tali nú ekki um þegar strákarnir fengu að fara einir á Kajak og á fjórhjól.

 

Heimferðin var líka alveg mergjuð - ferðin sem ætti að taka um 4 tíma - tók rúmlega 7 tíma þar sem oft var stoppað og reynt að veiða eða eitthvað skemmtilegt.

Ég hlakka virkilega til að fara aftur að Krossi - þetta er besta sveit í heimi...

 

Þar sem ég hef ákveðið að falla ekki enn einu sinni í þá gryju að halda að ég fari í útilegu eftir verslunarmannahelgi og vera svo hissa þegar páskarnir koma að ég skuli ekki hafa gengið frá tjaldvagninum þá stendur hann opinn núna.

 

Ég þvoði svefntjaldið og dittaði aðeins að því og núna er þvottavélin mín að þvo gardínurnar og það sem er utan um svefndýnurnar. Magnað ekki satt... - þá þarf undirrituð ekki að vera með í maganum allan veturinn yfir því að nú hljóti allt að vera orðið myglað og ógeðslegt...

Vagninn verður svo tekinn í vetur og hann upphækkaður. Á beislið verður svo settur álkassi sem mamma og Pétur gáfu okkur... jeij... En sum sé - planið er að hækka vagninn upp og fara svo upp að Herðubreiðarlindum, Sprengisandsleið og allar þær Fjallabaksleiðir sem til eru næsta sumar...

 

Segjum þetta gott í bili...

Menningarnótt eftir rúma viku - víjjjjjj

 

kv. gje 

 


Til baka



ÁLIT LESENDA

Nonnonoh! (25. ágúst 2006, kl. 16:44)

Mér finnst þetta geysigóður árangur. Ég fór ekki í eina einustu útilegu enda á ég heldur ekki tjaldvagn og svoleiðis fínerísgræjur :-) Hef fulla trú á því að þið túrið um Ísland þvert og endilangt næsta sumar ;-)

Sigrún Ósk

 


SKRIFAÐU ÁLIT ÞITT

Fyrirsögn

Álit

Hvað er 2+3?

Undirskrift 


yfirlit dagbókar